spegillinn og sagði:
"Frú mín, drottning, fríðust ert þú, fríðari öllum, sem hjer eru nú; en
Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin þau sjö, og fæðist nú upp hjá þeim
dvergunum sjö, er þúsund-falt fríðari en þú!"
Þegar drottning heyrði það ætlaði hún að rifna af reiði og illsku, og
sagði með heiptarhuga: "Mjallhvít skal deyja, hvað sem hver segir, og
hvað sem það kostar!" Síðan gekk hún inn í afhús eitt, sem enginn kom
inn í nema hún, og bjó þar til ógnarlega eitrað epli. Það var harla fagurt
á að líta, og girnilegt mjög að borða; en það var baneitrað öðrumegin.
Þegar eplið var til búið, þá breytti drottning andlitslit sínum og
andlitslagi, og bjó sig eins og bóndakonu. Þannig út búin fór hún á stað,
og gekk til dvergabæjarins. Þar barði hún að dyrum. Mjallhvít leit út
um gluggann og segir: "Jeg má ekki leyfa neinum manni að koma hjer
inn fyrir dyr; því dvergarnir hafa harðlega bannað það."
"Það er öldungis rjett gjört, barnið gott!"--segir kerling.--"Margur er
maðurinn, og hver veit nema hingað kæmi einhver óráðvandur, sem
ætlaði að gjöra þjer eitthvað íllt. En þjer er óhætt að lofa mjer að koma
inn til þín; því jeg ætla ekki að gjöra þjer neitt íllt."
"Dvergarnir hafa bannað mjer það, og jeg leyfi engum inn, hversu
fallega sem hann talar," segir Mjallhvít.
[Illustration]
"Þá það!" segir kerling. "Við erum eins góðir vinir fyrir það, þó jeg fái
ekki að koma inn til þín í bæinn. Jeg er ekki hrædd um, að eplin min
gangi ekki út, þó þú kaupir þau ekki. En, heyrðu, þarna er eitt epli, sem
jeg ætla að gefa þjer."--"Nei, jeg vil það ekki," segir Mjallhvít.--"Ha, ha!
þú ert þó aldrei hrædd um að það sje óætt eða eitrað, vænti jeg," segir
kerling. "Sko, jeg ætla þá sjálf að borða helminginn af því, svo þú getir
ímyndað þjer, hvort hinn helmingurinn muni vera nokkurt óæti." En
eplið var svo kænlega til búið, að það var ekki nema hálft eitrað.
Mjallhvít gat nú ekki staðið það af sjer að borða hinn fagurrauða
eplishelming, þegar hún sá, að kerlingin hikaði sjálf ekki við að borða
hinn helminginn af því. Hún tók við því og beit í það, en óðar en hún
var búin að renna niður fyrsta munnbitanum, hreif eitrið á hana, svo að
hún datt niður á gólfið eins og dauð. Þá var hinni vondu konu skemmt,
og hún sagði: "Nú þykir mjer gaman að vita, hvenær þú raknar við
aptur." Síðan skundaði hún heim aptur í ríkið sitt, gekk fyrir spegilinn
til þess að svala gleði sinni, og sagði hróðug í huga:
"Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!"
Þá svaraði spegillinn:
"Frú mín, drottning, fegri þjer finnst ei nein á landi hjer!"
Nú var hin vonda kona ánægð; hún var svo ánægð með sjálfri sjer, sem
slíkri konu er framast unnt að vera. En þegar dvergarnir komu heim til
sín um kveldið, þá fundu þeir Mjallhvít örenda á gólfinu.
[Illustration]
Þeir hófu hana á lopt, leituðu á henni að eitri, leystu af henni
mittisbandið, þvoðu hana alla upp, greiddu hár hennar, og reyndu allt,
sem þeim datt í hug, en það var allt saman til einskis. Mjallhvít raknaði
ekki við; því hún var dáin. Þá lögðu dvergarnir hana til, settust allir sjö
niður hjá líkinu og grjetu yfir því í samfleytta þrjá daga. Þá ætluðu þeir
að jarða Mjallhvít. En hún leit svo vel út, og hafði enn tapað sjer svo
lítið, að það var ekki annað sjáanlegt, en að hún svæfi. "Það er
ógjörningur að leggja hana Mjallhvít, svona fríða og fallega, niður í hið
dimma skaut jarðarinnar" sögðu dvergarnir. Þeir ljetu þá smíða utan um
hana gagnsæa krystalls-líkkistu. Þar lögðu þeir Mjallhvít í, rituðu nafn
hennar og það, að hún væri konungsdóttir, með gullstöfum á kistulokið.
Síðan settu þeir kistuna út á fjallið, og gættu hennar. Fuglarnir komu
þar og að, og syrgðu hina fríðu mey, fyrst uglan, svo hrafninn og
seinast dúfan.
[Illustration]
Mjallhvít lá nú lengi, lengi í kistunni og rotnaði ekki, heldur leit hún
allt af svo út, eins og hún væri lifandi og svæfi. Hún var enn hvít eins
og mjöll, rauð eins og blóð, og svört eins og "íbenholt." Þá bar svo til
einu sinni, að konungssonur nokkur, sem þar var á dýraveiðum í
skóginum, kom til dvergabæjarins, og bað um næturgistingu.
Konungssonurinn sá þá kistuna á fjallinu og Mjallhvít þar í, og hann las
gullletrið á lokinu. Þá sagði hann við dvergana: "Látið mig fá kistuna
með henni Mjallhvít í; jeg skal borga hana eins og upp á er sett."--En
dvergarnir sögðu: "Vjer látum hana ekki fyrir allt gull og gersemar
heimsins."--Þá sagði konungssonurinn: "Gefið mjer hana þá; því jeg get
ekki lifað án hennar Mjallhvítar. Jeg ætla að fara með hana eins og
dýrmætasta
Continue reading on your phone by scaning this QR Code
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.