fæðist nú upp hjá þeim
dvergunum sjö, er þúsund-falt fríðari en þú!"
Við þessa óvæntu fregn brá drottningu heldur en ekki í brún; því hún sá
nú, að veiðimaðurinn hafði prettað sig, og að Mjallhvít var enn á lífi.
Og þegar hún vissi nú, hvar hún var niður komin, þá hugsaði hún ekki
um neitt annað en það, hvernig hún fengi ráðið hana af dögum; því nú
hafði hún engan frið í sínum beinum fyrir öfund og reiði yfir því, að
hún var ekki fríðust allra á landinu. En til þess að áformið mistækist nú
ekki, rjeði hún af, að vinna að því með eigin hendi. Þetta var samt
enginn hægðarleikur; því nú mátti enginn maður vita af. Eptir langa
umhugsan rjeði drottning það af á endanum að lita sig í framan,
afmynda sig, og taka á sig gerfi gamallar sölukerlingar. Í þessum ham
var engum lifandi manni unnt að þekkja hana, og svona kom hún til
dvergabæjarins. Mjallhvít var þá ein heima, þegar kerling barði að
dyrum, og sagði:
[Illustration]
"Góðan varning! gott verð!" Mjallhvít lauk upp glugganum, leit út og
sagði: "Sæl og blessuð, kona góð! Hvað hafið þjer á
boðstólum?"--"Góðan varning, fallegan varning!" segir kerling. "Jeg
hef allavega lit mittisbönd." Síðan tók hún upp grænt silkiband og sýndi
henni. Þá hugsaði Mjallhvít með sjálfri sjer: "Þessari konu má jeg án
efa lofa inn; hún er ráðvönd og siðsöm, og hefur ekkert íllt í huga." Hún
lauk þá upp bæjardyrunum og keypti græna silkibandið.--"Bíddu við,
barnið gott!"--segir kerlingin--"hvernig fer mittisbandið á þjer. Komdu,
jeg skal láta það á þig, eins og það á að vera."--Mjallhvít fór þá í
grannleysi til hennar og ljet hana binda um sig nýja bandinu fallega. En
kerling var þá eigi handsein og reyrði svo fast að Mjallhvít, að hún náði
ekki andanum, og datt eins og dauð niður. "Nú er fríðleikinn þinn
farinn", sagði kerling, og skundaði heim til sín. Skömmu eptir komu
dvergarnir heim, og urðu þá hræddir mjög, er þeir fundu sína ástkæru
Mjallhvít örenda á gólfinu.
[Illustration]
Þeir tóku hana upp og sáu þegar, að hún var mikils til ofstrengd um
mittið. þeir sprettu af henni klæðunum og skáru á mittisbandið, og
raknaði þá Mjallhvít brátt við aptur. En þegar dvergarnir heyrðu
hvernig á stóð, sögðu þeir: "Hin gamla sölukona hefur engin önnur
verið en drottningin, stjúpa þín. Varaðu þig, Mjallhvít, og lofaðu
engum lifandi manni inn til þín, þegar þú ert ein heima."
En þegar hin vonda kona var heim komin, gekk hún að speglinum,
hróðug mjög í huga, og segir:
"Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!"
Þá svaraði spegillinn, og sagði:
"Frú mín drottning, fríðust ert þú, fríðari öllum sem hjer eru nú; en
Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin þau sjö, og fæðist nú upp hjá þeim
dvergunum sjö, er þúsund-falt fríðari en þú!"
Þegar drottningin heyrði þetta, þá varð hún svo reið, að þá lá við að hún
fjelli í ómegin; því hún sá, að Mjallhvít var enn á lífi. Hún fór þá aptur
að hugsa sjer upp ráð til þess, að stytta henni aldur, og bjó nú til svo
baneitraða hárgreiðu, að hver sem greiddi sjer með henni varð að deyja.
Síðan tók hún að nýju á sig gerfi gamallar konu, en allt öðruvísi en hið
fyrra skiptið, og gekk til dvergabæjarins í skóginum. Þar barði hún að
dyrum og sagði:
[Illustration]
"Góðan varning, gott verð!" Mjallhvít leit út um gluggann og mælti:
"Jeg má ekki lofa neinum lifandi manni inn í bæinn." Þá segir kerling:
"Sko, eru þetta ekki fallegar hárgreiður?" og um leið sýndi hún henni
eitruðu greiðuna.
Mjallhvít leizt svo vel á greiðuna, að hún lauk upp bæjarhurðinni, og
keypti hana. Þá segir kerling: "Má jeg ekki greiða þjer, barnið gott?"
Mjallhvít komu engin svik í hug, og kerling var þegar farin að greiða
henni. Fjell hún þá undir eins dauð niður; því svo var eitrið í greiðunni
magnað. "Nú vona jeg að það verði bið á því, að þú lifnir við aptur,"
sagði kerling, og skundaði heim til sín. En það vildi svo vel til, að
dvergarnir komu þá heim í sömu svifunum. Þegar þeir sáu hvernig
komið var, grunaði þá undir eins, að það mundi vera af völdum hinnar
vondu drottningar. Þeir leituðu á Mjallhvít, og fundu loksins eitruðu
greiðuna í hári hennar því drottning hafði látið hana vera þar kyrra til
þess ab eitrið úr henni neytti sín betur. Þeir tóku greiðuna burtu, og
raknaði Mjallhvít þá bráðum við aptur. Þegar hún var komin til sjálfrar
sín, sagði hún dvergunum upp alla sögu, en þeir áminntu hana enn, og
bönnuðu henni strengilega að ljúka bænum upp fyrir nokkrum, sem
þangað kæmi á daginn.
Þegar drottningin kom heim, gekk hún fyrir spegilinn, hróðug í huga,
og segir:
[Illustration]
"Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!"
Þá svaraði
Continue reading on your phone by scaning this QR Code
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.