Rímur af Grámanni í Garðshorni | Page 4

Jón Hjaltason
hljótum reyna, kemur tíðum eptir á
inndæl bótin meina.

6. Þar jeg sagnir aptur el
elda hrannar línum,
hjónin fagna virkta vel

vinnumanni sínum.
7. Klæða brekku fötin fær
freyrinn káti hlífa,
vill að rekkjuvoðir
þær
vífið láti þrífa.
8. Minnist kvæði öðling á,
aptur hann nú vaknar,
rínar glæðu runnur
þá
rekkvoðanna saknar.
9. Sakamanninn sömu stund
sjóli fljótt lét kalla;
kemur hann á
fylkis fund,
feiminn þótti varla.
10. Hilmir segir: hermdu brátt,
horfinn gæðum fínum,
stalstu eigi,
sviptur sátt,
sængur klæðum mínum?
11. Kenna skyldu menn það mér,
mælti skífir korða,
boði mildings
hlítt var hér,
hlaut jeg lífi forða.

12. Færðu náðir, fylkir tér,
frægða þrotni klunni,
ef stelur, áður
morgnar, mér
meður drottningunni.
13. Herra góður, hinn svo fer
hjalið lengja betur,
það ei bjóða
megið mér
sem maður enginn getur.
14. Gefur svörin hastur hinn:
heppnist þetta ekki
færðu snöru
faðmlögin
fyrir prett og hrekki.
15. Komdu þér í kotið heim,
kvistur sjóar funa;
eptir mér og auðar
reim
áttu þó að muna.
16. Grámann hlíðir hilmis raust,
heim nam þegar dragna;
hjónin
blíðu hræsnis laust
hjartanlega fagna.
17. Fleira lék á fylkir lands
fleina þollur séður,
hattinn tekur
húsbóndans
háa kollinn meður.
18. Ráða slingur brjótur brands
beztu skríðist fötum,
hann út stingur
húsbóndans
hattinn víða götum.
19. Kusa feitis kertin há
kappinn snjalli tekur,
með þeim hneita
hirðir þá
hattinn allan þekur.
20. Búkinn allan eins hann bjó
áður hjón við skilur;
nú til hallar
niflungs dró,
nótt þá frónið hylur.
21. Belginn þann af bola fló,
bragða kunnur drengur,
með sér hann í
hendi dró,
að hof-kirkjunni gengur.
22. Opnar hana, inn sér brá
örfa þórinn mætur,
birðar grana baldur
þá
belg í kórinn lætur.
23. Kveikir sínum kertum á
kappinn hrósi gæddur,
allur skín sem
engill þá,
er nú ljósi klæddur.

24. Klukkum síðan hringir hér,
hljóðið tiggja vekur,
gylfi fríðan
glansa sér,
og glöggt að hyggja tekur.
25. Tiggi landa, og trafa rind,
trúar styrking hlýtur,
alskínandi
engils mynd
út við kirkju lýtur.
26. Fljóð og þengil fund á hans
fýsti í skyndi vitja,
hugðu engil
himna-ranns
helg erindi flytja.
27. Beztu klæðum buðlung því
bjóst og hrundin spanga,
síðan bæði
auðmýkt í
á engils fundinn ganga.
28. Flöt á jörðu féllu þá,
fylltist sinnið trega,
bæna gjörðir, bezt sem
má,
byrja innilega.
29. Streyma hvarma steinum frá
straumar votir kinna,
auðmjúk
harma og óska fá
aflausn brota sinna.
30. Þannig blíð með blauta kinn
beiddu af heitu geði,
unz um síðir
engillinn
andsvör veita réði:
31. Hrindið vinir hugar þrá,
hann svo réði tala,
altarinu eg skal hjá

ykkar geði svala.
32. Hjónin æði harmþrungin
hírna fóru á vanga,
elta bæði engilinn,

inn í kórinn ganga.
33. Komin þegar eru inn
öðling dýr og svannin,
alvarlegur engillinn

orðum stýrir þanni_n_:
34. Ef þið gæði girnizt fá
guðs og helgra lýða,
skuluð bæði þarna þá

þið í belginn skríða.
35. Ánægð hlíða hjónin því,
hverfa náði ótti,
bæði skríða belginn í;
--
batna ráðið þótti.

36. Engil-myndin, sem það sá,
siðinn stundar pretta,
fyrir bindur
belginn þá; --
buðlung undrar þetta.
37. Spyr hvað valdi háttum hans
hari og nista rósin;
gefur skjalda
ullur ans
og af sér hristir ljósin:
38. Jeg er ekki engill neinn,
örfa tjáir beitir,
hér má þekkjast sjóla
sveinn,
sem að Grámann heitir.
39. Litla Grámann blíðu bjó,
belg ófríðan skekur,
gylfa þá um
gólfið dró;
greina síðan tekur:
40. Stal jeg þér á nóttu nú
(nauðum þarf ei kvíða)
eins og mér
bauðst áður þú,
ullur djarfi skíða.
41. Kvittun synda fylkir fær,
þó fylgi lotning minni,
þér jeg hryndi
helju í klær
hér með drottning þinni.
42. Engin veitist útlausn þér,
öðling drótta stinni,
nema heitir, hari,
mér
henni dóttur þinni.
43. Fylgi síkja bráins bil
báleygs frú og auður,
hálft jeg ríkið hafa
vil,
og heilt, nær þú ert dauður.
44. Flestir kjósa firðar líf,
fylkir kvað svo móður,
þín skal drós og
viðris víf
verða, maður góður.
45. Hét með eyði nála ná,
(nóg var mága blíðan!)
belgnum leiða
ljúfur frá
leysti Grámann síðan.
46. Þá út skríða þengill nam
þylju seima meður,
hneigði síðan
Grámann gram,
gengur heim og kveður.
47. Heima finnur hjónin þar,
hamnum sviptur engils,
seggur ynnir
svo sem var
sín viðskipti og þengils.

48. Orða drjúgur einnig tér
ullur harði kjóla:
héðan búast hljótið þér

heim að garði sjóla.
49. Hlíða bæði hissa á,
hugur gleymist sorgar,
skrýðast klæðum
skástu þá,
skunda heim til borgar.
50. Fyrir búin veizla var,
vefjan sókt er kjóla;
Grámann nú, sem
gæfu bar,
giptist dóttur sjóla.
51. Linna sýki veitast vann,
við sem kjóla gleður,
tók við ríki hálfu
hann
hringa sólu meður.
52. Skötnum þá til skemmtunar
skjöldungs glæstur líki
segir frá, að
son hann var
sjóla úr næsta ríki.
53. Hér á grund jeg hafði bið,
hirðir brynju tjáði,
nokkra stund, og
svo um sið
seggi skynja náði.
54. Heimsku verkin heyrði eg ný
húss er ráður framdi,
jeg og
klerkur þengils því
þessi ráðin samdi.
55. Jeg í ranni þenkti þar,
þegni hjá og brúði,
klerks að sanna
kenningar,
karlinn á sem trúði.
56. Seggjum nú jeg sýnt það tel,
sjóli spjalla náir,
að þúsund kúa
virði vel
veslings karlinn fái.
57. Veizlan líður -- sikling sá
sinna valda gáði;
nokkru síðar falla
frá,
fylkir aldinn náði.
58. Yggs tók brúði alla þá,
ungur stýrir lýða;
klæða þrúði þengill
hjá
þáði hýru blíða.
59. Búandann og beðju hans
brast hið minnsta eigi,
þau nam annast
lofðung lands
lífs að hinnsta degi.

60. Víkinganna vondri þjóð,
vopna snar á fundi,
stökkti hann með
herjans glóð
hnikuðar frá sprundi.
61. Meður óma bálið bjart,
baldur harði skíða,
veður skjóma háði
hart,
hauðrið varði fríða.
62. Stýrði lýðum lengi sá
laufa kvistur snari,
og um síðir, ár við há,

anda missti hari.

63. Þjóðarsögnin enduð er
um þær brellur garpa;
óðar gögnin minka
mér,
mærðar fellur
Continue reading on your phone by scaning this QR Code

 / 8
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.