jaka,
tré nam finna,
tók hann þá
tagl, og sinn um hálsinn brá.
31. Upp sig hengir í þeim stað,
er nú hér sem dauður;
konungs
mengi kom nú að,
kátir drengir litu það.
32. Grámann þekkja, þegar sjá
þeir, og svörum beita:
fleiri hrekkjað
hefir sá,
hér því rekkur drepast má.
33. Þarna allur er Grámann,
áður ráða slægur;
ei þarf karl að óttast
þann,
uxan varla tekur hann.
34. Sínar leiðir svæði á
síðan lýðir fara;
rýta meiður rekka sá,
og
reipið greiðir trénu frá.
35. Eptir sveimar ýtum hér
eina leyni-götu;
þannig beimur frækinn
fer
fram hjá þeim, svo enginn sér.
36. Odda lestir eyk þar sá
ýta götu nærri,
upp sig festir aptur þá;
ekki brestur ráðin kná.
37. Kóngs menn bráðum komið fá
kátir, nautið meður;
meir en áður
undrast þá,
er þeir náðu manninn sjá.
38. Einn svo tjá við annan fer:
undur myndu þykja,
klæða-gráa
halinn hér
hengdan sjáum aptur vér.
39. Hér er annar fífu freyr
með föt og litinn sama;
vera kann, að
þegnar þeir,
Þunds um svanna flakki tveir.
40. Finnum gráa vominn vér,
við sem áður skildum,
látum sjá hvað
um hann er,
uxan fáum bundið hér.
41. Þetta gerir þjóðin kná,
þaðan hraðar ferðum,
ljósa hvera lundi
frá,
leiti ber á milli þá.
42. Allir branda álfar þá
úr augsýn dragast náðu,
linna strandar
lundur sá
leysir bandið hálsi frá.
43. Síðan halur hvötum fót
heim að sveimar koti,
meður alinn
himinn hrjót,
hittir valinn karl og snót.
44. Skjóma eyðir skipar þá,
skuli halur gamli
bola deyða, og belg af
flá,
bauga heiðin styrkja má.
45. Kerti lætur klóta ver
knár úr mörnum steypa;
mikil kæti í koti er,
kerling æti nóg fram ber.
46. Konungs manna minnast ber,
máttu þreyttir leita,
funa hrannar
freyrarn_e_r
fundu ei þann, sem hengdur er.
47. Blinds um sprund ei biðu par,
til baka kvikast venda,
korða
lundar koma þar
kusi bundinn fyr sem var.
48. Grámann finna hvergi hér
heldur, skjalda viðir;
og kálfurinn,
sem kosti ber,
köppum stinnum horfinn er.
49. Sjá nú hvað í efnum er,
allir þöllar geira;
dauð-skelkaðir höldar
hér
heim í staðinn flýta sér.
50. Sjóla mætum segja frá
sínum rauna-förum;
orða-gætinn gylfi þá
Grámann lætur kalla á.
51. Stalstu eigi, kóngur kvað,
kálfi sjálfur mínum?
íra-sveigir upp á
það
orð til hneigir svo lagað:
52. Lífi forða hlaut jeg hér,
og hlíða boði sjóla;
sekur orðinn eg því
er
í uxa-morði, vitið þér.
53. Gegna honum fylkir fer:
frið og grið þú hlýtur,
ef rænir svona,
rýta ver,
rekkvoðunum undan mér.
54. Þetta enginn megna má
maður, kvað hinn grái;
í garðinn þengils
fetað fá
fæstir drengir nóttu á.
55. Fyrir sjáðu, fylkir tér,
ferð og gjörðum þínum;
en vís er bráður
bani þér
baugs ef ráði mistekst hér.
56. Skjótt með þeim svo skilja vann,
skjöldung hvíldir tekur,
en
Grámann heim í garðshorn rann
gætir seima hjónin fann.
57. Karl og seljan klæða grá
klóta njóti fagna,
þóttust helju heimta
frá
handar- jelja -njótinn þá.
58. Sína tjáir seggur þraut,
er sjóli á hann lagði;
biður þá að gjöra
graut
gamla bráins dínu laut.
59. Gulls það sólin gjöra má,
grautinn heita síðan
lét í skjólu, og lok
þar á,
lundur kjóla tekur þá.
60. Gylfa heim að garði með
grautar-fötu sína
hér næst beimur
halda réð,
hlyni seima slægð er léð.
61. Inn nam skríða, og fylgsni fann,
felast vel hvar mátti;--
borgar-lýður, list sem ann,
læsa síðan hliðum vann.
62. Húmið bráðum hylur völl,
hann þess vann að gæta;
gekk til
náða grams í höll
gætir láða, og hirðin öll.
63. Fór hann því að flögra sér
fötu tetrið meður;
gekk um býinn
geira ver,
grams að hlýju rúmi fer.
64. Klæða undir varma var
víf og hlífa njótur;
fylkir blundinn festi
þar
faðmi bundinn drottningar.
65. Kóngs að læðist _k_vílu þá,
ketti léttstígari,
yfir-klæðum af réð
ná,
all-gott næði hefir sá.
66. Lék á stillir, læðinn þar,
lætur grautinn drjúpa,
klóta spillir
klækja snar,
konungs milli og drottningar.
67. Hjónin síðan ofan á
eyðir breiðir stála,
í horn eitt skríður hann
þeim frá;
--hringa fríður vaknar þá.
68. Finnur klæða foldin skjót
fötin ötuð vera;
sú ógæða leðjan ljót
laugar bæði kóng og snót.
69. Leizt nú svanna ekki á,
orð ei þorði tala,
vekur manninn víra
gná,
vellur hann í grautnum þá.
70. Loks upp herti svarið sitt,
svanni, manninn viður,
hvernig ertu,
hjartað mitt,
hefirðu gert í rúmið þitt?
71. Svörum reiður buðlung brá
bauga heiði viður:
hafðu ei leiða
heimsku þá,
hefð sem eyða vorri má.
72. Minn það háttur ekki er,
að ata fötin svona;
keim ósmátt í
klæðum hér,
kenna máttu sjálfri þér.
73. Sjóli og flæðar sunnu gná
sængur klæðin þrífa,
sér í bræði
fleygja frá,
fussa bæði og sveija þá.
74. Mundar skara mörkin þá,
meður blíðu hótum,
enga spara íþrótt
má,
aptur hara sátt að ná.
75. Síðan nýta svefninn fá
sjóli og kjóla freyja;
Grámann þytur
fylgsni frá,
fötin brýtur saman þá.
76. Svo út læðist sömu stund,
-- síður bíða vildi --,
heim með
klæðin hélt um grund,
hittir bæði karl og sprund.
77. Letin bindur hug og hönd,
húmið skímu eyðir;
því skal
blindviðs þóptu önd
þagnar synda upp á strönd.
3. ríma.
Frumhenda.
0. Nú skal binda enda á óðar vessa-smíði; silfur linda siðug gná
söngvum þessum hlíði.
. Bauga þöllin brátt mun sjá bónda þjóninn gráa, kominn öllum
kröggum frá kóngs á tróninn háa.
. Æfitíðir auðnan brátt yndisl_i_gri gefur, vizkan fríða þannig þrátt
þrautir sigrað hefur.
. Hroki varla hlýta kann hennar vegi móti; tíðum falla frekja vann fyrir
eigin spjóti.
. Ama hríð og þunga þrá þó vér

Continue reading on your phone by scaning this QR Code
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.