Leiðarvísir í ástamálum | Page 4

Ingimundur Sveinsson
að eins var stundarhlátur."
Eins og eg hefi áður á vikið, hættir mörgum við því, að líta of mikið á
fríðleikann. Satt er það, að hann er góður með öðru góðu, og augað
krefst síns. En fáir hafa efni á því, að hafa konur sínar eingöngu sem
stofuprýði og til augnagamans. Þess vegna ríður ekki minna á því, að
hún bæti heimilið en prýði. Best er að slíkt geti farið saman. Og það
getur orðið, ef þú ert skynsamur í vali þínu.
Ef unnusta þín kann eigi að búa til mat, sauma léreftsfatnað o. þ. l., þá
skaltu láta hana læra það áður en þú gengur að eiga hana. Henni verða
heimilisstörfin þá miklu léttari og fara þau betur úr hendi.
Ýmsir fara einnig eftir ríkidæmi. En margt er að athuga við það. Að
vísu er auðurinn afl og aflið léttir erfiðið. En farðu heldur eftir hinum
göfugri tilfinningum hjarta þíns. Sel eigi auðnum sál þína, gef hana
heldur þeirri konu, sem þú elskar. Og betra er að lifa ánægður við lítil
efni, en við allsnægtir með orm í hjarta.
Hið daglega líf og reynsla sanna það, að þau hjónabönd, sem bygð eru á
auði einum, eru þyrnar á rós friðarins. Slíkt hjónaband má með réttu
kalla "gröf ástarinnar", eins og rússneskur málsháttur kemst að orði.
Einn dagur er ekki heil mannsæfi, og það er ekki nóg, að ástin nái að
eins yfir hveitibrauðsdagana. Í kolum þeim, sem brenna á arni
ástarinnar, þarf lengi að lifa.
Til þess að hjónaband þitt verði hamingjusamt, og til þess að þú getir
treyst konu þinni og elskað hana, mun þér happasælast, að öðru jöfnu,
að velja stúlku, sem að mentun og stöðu er jafnoki þinn. Reynslan hefir
sannað það.

Það er óheppilegt að aldursmunur sé mikill á hjónum og er alment álitið,
að maðurinn eigi að vera "bónda"-árinu eldri. Að vísu skiftir þetta ekki
miklu máli, en komið hefir þó fyrir, að ósamlyndi hjóna stafi beinlínis
eða óbeinlínis af aldursmun þeirra.

Að biðja sér konu.
Það er sögn og sannleikur, að mörgum reynist það erfitt, að klæða
fyrstu ástarjátningu sína í orð. En hjá því skeri getur þú eigi siglt. Eftir
lengri eða skemri umhugsun og fleiri eða færri vökunætur, getur þú
loks eigi þagað lengur. Það fer vitanlega eftir atvikum, hvaða orð þú
notar og hvernig þú hagar þér, en þó vil eg gefa þér nokkrar bendingar:
Vertu ekki feiminn og stamaðu ekki, en vertu alvarlegur og hátíðlegur á
svip og í máli.
Vertu ekki með neinar óþarfa málalengingar eða tvíræðar setningar, en
segðu það, sem þér býr í brjósti með fáum og velvöldum orðum.
Fyr á tímum var það siður, að biðlar krupu fyrir þeirri konu, sem þeir
játuðu ást sína, en nú mun það lagt niður, enda eru öll ytri
lotningarmerki óþörf og fánýt, því að það eru hinar innri tilfinningar,
sem verður að byggja á.
Bónorðsbréf munu vera alltíð á vorum dögum, en að mínu áliti ekki að
sama skapi eftirbreytnisverð, því að konan, sem í hlut á, fer þar á mis
við þann unað, sem hún hefir af því að heyra þig segja þessi orð: "Eg
elska þig." Þau óma fyrir eyrum hennar eins og himneskur söngur, og
engin orð er henni kærara að heyra af vörum þínum.
Bréf geta einnig hæglega komist í annara hendur en hins rétta
viðtakanda, og eins og gefur að skilja, getur það haft ýms óþægindi í
för með sér.
Dæmi eru til þess, að kona hefir tekið þeim manni, sem hún hefir gefið
afsvar, jafnvel oftar en einu sinni.

Að menn hafi beðið sér konu í símskeyti eða símtali hefir komið fyrir,
-- að sögn fróðra manna, -- en eg vil alvarlega ráða þér frá því.

Hvenær þú mátt kvongast.
Þegar þú hefir fastnað þér konu, leiðir það af sjálfu sér, að þú ferð að
hugsa um að reisa bú og kvongast. Elskendur þrá ekkert meira en það,
að eiga eigið heimili og vera sjálfs sín húsbændur. En það er undir
ýmsum ástæðum komið, hvenær þú getur gengið í hjónaband. Í fljótu
bragði finst þér það máske vera að reisa sér hurðarás um öxl, af ætla að
gefa nokkur ráð um það, hvenær menn megi kvongast. En svo er þó
eigi. Fyrsta heilræðið, sem eg vil gefa þér, er þetta: Kvongastu eigi fyr
en högum þínur er svo háttað, að þú getir staðið straum af heimilinu
fjárhagslega. -- Oft hefir fátækt og óregla eyðilagt heimilisfriðinn og
gert heimilið að argasta spillingarbæli.
Ef atvinna þín er tekjurýr, þá skaltu reyna að komast að betri stöðu.
Betri er þér föst staða, þótt kauplág sé, heldur en hlaupavinna með
óvissum tekjum.
Vertu sparsamur og hagsýnn og gefðu unnustu þinni eigi glingur eða
hégómlegar gjafir, en gefðu henni þá hluti, sem henni mega að gagni
koma.
Legðu nokkrar krónur mánaðarlega í sparisjóð.
Vertu bindindismaður: Neyttu eigi
Continue reading on your phone by scaning this QR Code

 / 9
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.