ala einnig af sér táp og vilja. Sálin og líkaminn eru tengd mjög
nánum böndum, og sé annaðhvort vanrækt vanrækist hvorttveggja.
Þú hefir nú heyrt, hversu mentun og víðsýni eru gott vopn í höndum
karlmanna, þegar þeir ætla að vinna hinn ramgerva kastala: konuhjartað,
en að endingu vil eg benda þér á, hvað mörgum hættir við að misbeita
því. Það er t.d. ekki sjaldgæft í samkvæmum að heyra menn slá sig til
riddara með hinum og þessum afrekssögum um sjálfa sig. Þetta hendir
jafnvel hina gáfuðustu menn. En slíkar sögur missa marks. Þú mátt eigi
auglýsa sjálfan þig. Og eigi mátt þú heldur vera of margorður, svo að
konur geti einnig sagt sitt álit.
Dans o. fl.
Til þess að vinna hylli kvenna, er nauðsynlegt fyrir þig að kunna að
dansa. Dans er besta skemtun flestra kvenna og þær líta upp til þess
manns, sem er góður dansmaður.
Lagleg söngrödd er og eitt af því, sem dregur að sér athygli kvenna.
Að kunna að leika á hljóðfæri er ennfremur góð íþrótt og getur oft
komið að góðu haldi í þessum efnum.
Meira um kurteisi.
Eg hefi áður minst á það, hvernig mentaður maður á að umgangast
konur, og nú ætla eg að fara um það fáeinum orðum, hvernig heilsa beri
konu og haga viðræðum og kynningum.
Áður en þú réttir konu hönd þína, til að heilsa henni, átt þú að hneigja
þig ofurlítið og líta í augu hennar. Réttu henni því næst hönd þína og
hneigðu þig aftur ofurlítið. Því næst geta samræður byrjað.
Þegar þú talar við konu, átt þú aldrei að hafa hendur í buxnavösum eða
stinga hönd á síðu eða krossleggja þær á brjóstinu.
Þegar þú situr til borðs með konu, er það skylda þín að tala við hana.
Þú átt þá alt af velja þau umtalsefni, sem konan getur vel fylgst með í,
og þú verður að sjá um, að samtalið falli aldrei niður. Það má heldur
aldrei verða þvingað.
Kynningum skalt þú haga þannig: Þegar þú kynnir karl og konu, þá
skaltu fyrst nefna nafn hans; séu það tveir karlmenn, sem kynna á, þá
skaltu fyr nefna þann, sem lægra er settur eða yngri er. Sama gildir,
þegar konur eru kyntar.
Þegar þú heilsar konu á götu, þá tekur þú ofan með þeirri höndinni, sem
fjær er konunni. En þessi regla gildir eigi, þegar þú ert í fylgd með
konu og heilsar annari, sem þú mætir; þá áttu að taka ofan með þeirri
höndinni, sem fjær er þeirri konu, sem þú gengur með.
Ef þú rekst á konu á götu, átt þú að nema staðar og afsaka þig
kurteislega.
Að velja konuefnið.
"Það er vandi að velja sé víf í standi þrifa, því ólánsfjandi, ef illa fer er í
því bandi að lifa".
Já, það er vandi að velja konuefnið, jafnvel þótt þú hafir þekkingu á
ástamálum, eins og margur nútíðarmaður þykist hafa að einhverju leyti.
Auðvitað vilt þú, að konan þín verði sem fullkomnust: að hún sé lagleg,
gáfuð og góð, hafi gott vald yfir sjálfri sér, kunni að umgangast fólk og
vinna sér traust þess; sé stjórnsöm og hirðusöm, sparsöm og hreinleg.
Hafi hún alla þessa kosti, þarftu ekki að kvíða sambúð ykkar, þ. e. a. s.
ef þú ert slíkri konu samboðinn.
En kostir og gallar konunnar koma oft eigi fyr í ljós en út í búskapinn
er komið, þess vegna verður þú að gæta varkárni og athygli áður en þú
stígur hið mikla spor.
Eg vil nú gefa þér nokkur góð ráð, er orðið gætu þér nytsöm, ef þú kant
með að fara.
Þegar þú hefir kynst stúlku og orðið ástfanginn af henni, verður þú að
taka eftir öllu í fari hennar, smáu sem stóru, áður en þú trúlofast henni.
Í hinu smærra er oft eigi síður hægt að sjá eiginleika mannsins en í hinu
stærra. Vertu því athugull og sleptu engu, er eykur skilning þinn og
þekkingu á stúlkunni. Rannsakaðu hjartalag hennar og tilfinningar og
gaktu úr skugga um, hvort hún eigi ást þína skilið.
Gott er að kynna sér liðna æfi hennar, fá vitneskju um, hvort hún hafi
áður verið mikið við ástamál riðin eða verið trúlofuð. Komstu einnig að
því, hverskonar vinstúlkur hún velur sér; máttu af því mikið læra, því
að "það dregur hver dám af sínum sessunaut."
Sjálfsagt er þér og að leita þér upplýsinga um ætt hennar og foreldra,
því að "sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Sumum finst ef til vill
óþarft að minnast á þetta atriði, en þótt ljótt sé frá að segja, munu
finnast þess dæmi, að menn trúlofi sig án þess að vita nokkuð um ætt
og jafnvel foreldra stúlkunnar.
Já, það er mikið óvit að hlaupa eftir augnablikstilfinningum sínum.
Með því að gera það, hefir margur sáð illgresi í akur lífs síns og "borið
þess sár um æfilöng ár, sem
Continue reading on your phone by scaning this QR Code
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.