kröfurnar, sem gera verður til fata þinna. Hitt fer eftir
efnum og ástæðum, úr hvaða efni fötin eru gerð. Gættu þess umfram alt
að klæða þig eigi um efni fram. Það ber vott um mentunarleysi og litla
mannkosti, þegar konur hugsa um það eitt, að klæðast fínum fötum--oft
með mjög sterkum litum og áberandi útsaumi illa gerðu--og dingla
aftan í tískunni, sem er breytileg eins og vindstaðan og sjaldnast sniðin
eftir þörfum almennings.
Karlmenn eru yfirleitt eigi hégómagjarnir í klæðaburði og þeim finst
það skuggi á yndisleik þínum ef þú ert mjög hégómleg í klæðaburði.
"Pjöttuð" kona verður heldur aldrei góð eiginkona og húsmóðir.
Þú skal eigi ganga á hælaháum stígvélum; þau skekkja og afskræma
líkama þinn.
Reyndu að skekkja ekki stígvélin þín--hvorki út eða inn, því að
hvorttveggja er ljótt. Ef þú notar lág stígvél, verður þú að gæta þess, að
eigi séu göt á sokkahælunum--að minsta kosti ekki fyrir ofan stígvélin.
Berðu aldrei fánýta og einskisverða skrautgripi, hvorki hringi né nælur.
Í þessu sambandi er vert að benda þér á, að ungum stúlkum er mjög
holt að stunda líkamsæfingar, leikfimi, sund, hjólreiðar, tennis o. s. frv.
Við íþróttaæfingarnar verður líkaminn fegurri og styrkari,
hreyfingarnar mýkri og augað gleggra. Því betur sem þú ferð með
líkama þinn, því hæfari bústaður verður hann fyrir sálina. Kappkostaðu
að hafa hreina sál í hraustum líkama.
Til þess að piltunum lítist vel á þig, verður þú um fram alt að vera
_þrifin_.
Sú kona, sem hirðir illa hendur sínar og andlit, gengur í óhreinum
fötum, með flókið og strýslegt hár, óhreinar og stórar neglur, kartneglur,
vörtur, fílapensa og bólur--verður aldrei yndisleg í neins manns augum.
Eg áminni þig þess vegna um að vera hreinlát og hirðusöm.
Notaðu t. d. aldrei óhreina vasaklúta né hanska. Og gættu þess, að
fingurgómarnir standi eigi fram úr hanska-þumlunum.
Baðaðu allan líkama þinn við og við og þvoðu hár þitt að minsta kosti
einu sinni í mánuði. Greiddu hár þitt vel og fléttaðu það eigi fast;
varastu skaðleg hármeðul og of heit báru-járn ("krullu"-járn). Þvoðu
hendur þínar þegar þörf gerist og láttu eigi óhreinindi safnast undir
neglurnar. Stórar neglur eru eigi fallegar og skaltu klippa þær með
beittum skærum (en eigi naga þær með tönnunum), og jafna síðan með
naglaþjöl.
Þá máttu ekki gleyma tönnunum. Þær verður þú að _hirða vel_. Það er
óholt að hafa skemdar tennur, og ljótt að sjá svört og brunnin tannbrot í
munni fríðrar konu. Einnig fylgir andremma oft skemdum tönnum, og
andramar konur er ekkert spaug að kyssa.
*Ýmislegt um framkomu.*
Á öllum samkomum og opinberum stöðum eiga konur að sýna einlæga
kurteisi og forðast alla uppgerð og hégóma.
Þegar þú tekur þátt í samræðum, verður þú að gæta tungu þinnar vel,
svo að eigi hrjóti þau orð af vörum þér, sem blett geta sett á mannorð
þitt. Það er eigi kvenlegt að nota stór orð og ruddaleg orðatiltæki í
viðurvist karlmanna. Þú mátt heldur ekki sýna frekju í orðum eða
látbragði né halda fram þinni meiningu með ofstopa. Þú gefur með því í
skyn, að þú ein hafir vit á hlutunum, en aðrir eigi.
Það er leiðinlegt að heyra konur guma af verkum sínum og mentun eða
af því, að þessi eða hinn sé ástfanginn og elti sig á röndum.
Þær konur, sem eigi tala um annað en kjólasnið, skemtanir og stráka,
eru hverjum karlmanni hvimleiðar.
Hallmæltu aldrei kynsystrum þínum í áheyrn karlmanna, og berðu
engar slúðursögur manna á milli. Góðhjörtuð kona tekur æfinlega svari
lítilmagnans.
Það er ljótt að gera gys að þeim, sem eitthvað er frábrugðinn fjöldanum.
Þú veist eigi yfir hverju hann býr, það er máske harmur, og þá fellur
honum það þungt, að verða að athlægi, og þú eykur harma hans.
"Svo er margt sinnið sem skinnið", og sá eða sú, sem er þögull og
fáskiftinn við fyrstu kynningu er oftast meiri mannkostum búinn en
hinn, sem blaðrar og þvaðrar um alt milli himins og jarðar í áheyrn
ókunnugra.
Vertu eigi forvitin og spurðu eigi um það, sem þig varðar ekki um.
Snertu eigi á öllum hlutum, þar sem þú kemur; það er óþarfi.
Þú mátt aldrei biðja karlmann að gefa þér sælgæti.
Þú ættir aldrei að fara á lakari danssamkomur, að minsta kosti eigi
nema í fylgd með kunnugum karlmanni. Og á öllum danssamkomum
skaltu gæta hæversku í hverju einu og eigi hlaupa eftir hverju ástleitnu
auga né orði, sem að þér kann að beinast.
Það er afarljótt, þegar konur reykja og neyta áfengis í samkvæmum eða
á veitingahúsum og það ættir þú aldrei að gera.
Það er eigi viðeigandi að kona fari ein síns liðs á skemtun, veitingahús
eða kvikmyndahús, og það gera engar siðprúðar konur.
Gift kona ætti aldrei að fara í veitingahús eða skemtisamkomu að
kvöldi dags með öðrum en eiginmanni sínum, skyldmenni eða
venslamanni. Það er einnig óviðeigandi að gift kona sé á rápi
Continue reading on your phone by scaning this QR Code
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.