40 00
Smíðakaup 250
00
________________
Samtals: 1647
92
Á húsinu nr. 2 ætti framstafninn að snúa í suður. Sje annar endi
baðstofunnar þiljaður af, kemur gluggi á þakið austanvert.
Hita má fá í baðstofuna á vetrum, með því að eldavjelin sje flutt inn.
Einnig getur reykháfurinn verið í sama stað í húsinu nr. 2 sem í nr. 1,
og hitanum hagað þar eptir. Glugga a húsi og skemmu má hafa á
hliðum hússins.
Reykhlíf við reykháfinn beggja megin. Öll önnur gerð sem við hús nr. 1
Á húsi nr. 2 má ef vill setja port á baðstofuna og hækka þakið, láta bita
yfir og gólf, til þess að hafa baðstofu uppi; þilja síðan þá baðstofu, sem
er á uppdrættinum, í sundur, fyrir stofu, eldhús og búr, en hafa skúrana
til geymslu, inngangs í húsið, fyrir svefnherbergi og fleira.
*Baðstofuhús nr. 3.*
10×25 áln.
Þetta hús er einungis fyrir stór-heimili og mun reynast mjög þægilegt,
hver sem það notar. Kjallari undir skemmu eða þinghúsi, hvort heldur
vill öllu eða nokkrum hluta þess, og beinn stigi úr eldhúsi og niður úr
ganginum, sem sjá má á uppdrættinum.
Skúr má hafa norðanvert við skemmu og búr, nema það sem gluggarnir
ná til, en hafa má plankagirðing milli skúranna (með hurð) til hlífðar
húsinu, ef vill.
Um ytri gerð þessa baðstofuhúss gilda sömu reglur og húsið A.
Þar sem uppdráttur af húsi nr. 3 verður notaður, er gjört ráð fyrir, að
stór bær sje rofinn, og notað úr honum allt óskemmt efni, sem líkindi
eru til að verði að mun, og smiðurinn gjöri grein fyrir því efni, sem
vantar til húsgjörðarinnar. Þykir því engin brýn nauðsyn á
sundurliðaðri áætlun.
*Nokkrar reglur fyrir húsagerð í sveit og víðar.*
Grunnurinn sje sem þjettast og beinast hlaðinn og úr sem stærstu grjóti,
vel bundinn og jafn-stór utanmáli grindarinnar; grafinn niður fyrir öll
frost (4 fet), grunnstæðið lárjett og jafnfast í sjer (þar sem því verður
við komið). Sje vatnsagi nálægt hússtæðinu, verður að veita vatninu
burt með lokræsum nokkuð frá húsgrunninum; ella mundi það fljótt
valda kulda og raka í húsinu og feyja það. Húsgrunnar sjeu minnst 18
þml. ofan jarðar.
Þar sem enginn er kjallari undir íbúðarherbergjum, er gott að flóra
neðan undir gólfslárnar, síðan hafa möl smækkandi upp eptir, 3 þml.
lag af þurri ösku þar ofan á, og efst uppi undir gólfið álíka lag af vel
þurru, en fornu heyi. Þá mun gólfið haldast þurrt og enginn gólfkuldi í
herbergjunum. Þetta á við þar, sem jarðlagið er þurrt, en þurrkgrindur
neðan undir aurslánum, þar sem raklent er, sem má opna á sumrum.
Sje kjallari undir þeim herbergjum, sem búið er í, er mikils virði, að
haft sje gott millilopt (Indskud) með 2-&fraq12; þml. þykku lagi af leir.
Mun það varna raka og kulda frá kjallaranum upp gegn um gólfið. Sje
kjallari hlaðinn á klöpp, en vatnsagi á klöppinni undan veggnum,
virðist bezt, að renna sje höggvin i klöppina með öllum þeim vegg, og
við næsta vegg ræsi, hvort heldur höggvið i klöpp, eða grafið niður
fyrir og hlaðið, unz komið er að þeim stað, sem hallar mest frá eða
jarðlagið er mýkst. Þekja svo yfir ræsið með þurrum hellum, svo
smágrjót og möl yfir kjallarann, um 4 þml. á þykkt. 3 til 4 þml. lag af
mulning og þá sement (&fraq34; sandur) jafnað yfir með trjehnyðju,
seinast lag af sement ({~VULGAR FRACTION TWO THIRDS~}
sandur). Sje uppganga víða í gólfinu, þarf að grafa fyrir ræsum og veita
vatninu út undir veggina, að þeim stað, sem mest hallar frá húsinu.
Þekja svo yfir ræsin með hellum o.s.frv., eins og áður er getið.
Þar sem á stöku stöðum í kjöllurum (og víðar, sem þarf að veita vatni
frá) álízt að jörðin sje gljúp, sandur, möl o.fl., er lengra kemur niður,
má grafa niður um 5 fet, setja þar niður 2 tunnur eða 2 kjagga hvorn
upp af öðrum á endann, báða botnlausa, moka að og veita vatninu þar í
og hlemm yfir. Svo langt niðri er mjög víða, sem jörðin er mjög gljúp
og tekur á móti vatninu, en

Continue reading on your phone by scaning this QR Code
Tip: The current page has been bookmarked automatically. If you wish to continue reading later, just open the
Dertz Homepage, and click on the 'continue reading' link at the bottom of the page.